Roller Derby Iceland
  • Forsíða
    • Eldri fréttir
  • Hjólaskautafélagið
    • Hjólaskautaat
    • Um okkur >
      • Stjórn
      • Siðareglur
      • Lög félagsins
    • Fjölmiðlar
  • Deildin
    • Ragnarök
    • Junior Roller Derby
    • Team Iceland
    • Officials
    • Úrslit leikja
  • Viðburðir
    • Opið gólf
    • Barnaafmæli og hópefli
    • Eldri Viðburðir
  • Varningur
  • Vertu með!
    • Nýliðar
    • Æfingagjöld
    • Sjálfboðaliðar
  • Hafa samband

HJÓLASKAUTAHÖLLIN
Húsreglur / umgengnisreglur

Öllum gestum Hjólaskautahallarinnar ber að kynna sér eftirfarandi reglur og undirrita ábyrgðaryfirlýsingu.

  • Börn eru ávallt á ábyrgð forráðamanna.
  • Skautarar skulu bera hjálm og viðeigandi öryggishlífar. 
  • Gestum ber að gæta skynsemi og tryggja öryggi sitt og annarra.
  • Hlustum á líkamann, förum á eigin hraða og þekkjum okkar getustig. Forðumst klæðnað og aukahluti sem flækjast eða hrynur af. 
  • Sýnum virðingu og tillitssemi. Slæm framkoma verður ekki liðin.  Einelti, ofbeldi og ógnandi hegðun er undantekningarlaus brottrekstrarsök.
  • Umgengni í og við hús skal vera snyrtileg og rusl flokkað í viðeigandi ílát.
  • Ekki má fara inn á skautagólf á útiskóm (nema með skóhlífar).
  • Neysla matar (þ.á.m. tyggjó) er bönnuð á skautagólfi.
  • Aðeins má neyta drykkja í lokuðum ílátum. 
  • Reykingar og neysla tóbaks er bönnuð í húsinu, þ.m.t. rafrettur og nikotínpúðar.
  • Neysla áfengis og hugbreytandi efna er almennt bönnuð. Undir engum kringumstæðum má skauta undir áhrifum þeirra.
  • Myndatökur og dreifingar mynda eru áskildar samþykki.
  • Verðmæti eru á ábyrgð eiganda.
  • Tjón er á ábyrgð þess sem því veldur og ber að tilkynna það samstundis.


​ÁBYRGÐARYFIRLÝSING

Tilbúin til undirritunar á staðnum
  • Ég hef kynnt mér reglur hússins og ábyrgist að ég og börn í minni forsjá munu fylgja þeim á meðan á viðveru í húsinu stendur.
  • Ég tek ábyrgð á því tjóni sem ég og börn í minni forsjá kunna að valda á munum og öðru fólki.
  • Ég samþykki að fylgja leiðsögn aðstandenda RDÍ sem gefin er til að tryggja öryggi mitt og annarra og lágmarka hættu á meiðslum og slysum.
  • Ég er upplýst/ur um að aðstandendur RDÍ hafa rétt á að neita mér aðgöngu og/eða brottvísa mér frá viðburði án endurgreiðslu, telji þau framkomu mína eða ástand ógna öryggi mínu eða annarra.
  • Ég lýsi því yfir að ég og börn í minni forsjá höfum fullnægjandi heilsu til að taka þátt og að heilsuástand mitt/okkar sé ekki slíkt að það ógni öryggi mínu/okkar eða annarra. Þá mun ég upplýsa aðstandendur RDÍ um hvað sem gæti haft áhrif á getu mína/okkar til að taka þátt að einhverju leyti.

Með undirritun staðfesti ég að hafa lesið og skilið ábyrgðaryfirlýsinguna sem gildir nú sem samningur á milli mín og RDÍ. Ábyrgðaryfirlýsingin er ótímabundin.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
    • Eldri fréttir
  • Hjólaskautafélagið
    • Hjólaskautaat
    • Um okkur >
      • Stjórn
      • Siðareglur
      • Lög félagsins
    • Fjölmiðlar
  • Deildin
    • Ragnarök
    • Junior Roller Derby
    • Team Iceland
    • Officials
    • Úrslit leikja
  • Viðburðir
    • Opið gólf
    • Barnaafmæli og hópefli
    • Eldri Viðburðir
  • Varningur
  • Vertu með!
    • Nýliðar
    • Æfingagjöld
    • Sjálfboðaliðar
  • Hafa samband