Lög Hjólaskautafélagsins
I. Nafn, heimili og tilgangur
1. gr.
Nafn félagsins er Hjólaskautafélagið. Heimili og varnarþing þess er á Sævarhöfða 33, 110 Reykjavík.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að:
● standa fyrir iðkun hjólaskautaats meðal félagsmanna og
● glæða áhuga almennings fyrir hjólaskautaati.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:
● efna til reglulegra íþróttaæfinga,
● halda æfingabúðir,
● skipuleggja viðburði sem kynna hjólaskautaat,
● kappleikja,
● skipuleggja skemmtanir,
● vera í samskiptum við aðrar hjólaskautaatsdeildir í heiminum
og annars er ýtt getur undir iðkun íþróttarinnar.
4. gr.
Undir félaginu munu vera íþróttalið en í þau verður skipað af félagsmönnum sem sýnt hafa fram á fullnægjandi hæfni samkvæmt æfinganefnd, bæði á skautum og í hjólaskautaati.
5. gr.
Allir skráðir iðkendur hjá Hjólaskautafélaginu teljast vera félagsmenn. Hið sama gildir um þá sem sitja í aðalstjórn félagsins eða nefndum. Einnig getur hver sá sem þess óskar orðið félagi í hjólaskautafélaginu gegn greiðslu félags- eða ársgjalda.
Félagsgjöld greiðast eins og ákveðið er á aðalfundi félagsins. Félagsmenn teljast félagsmenn þar til þeir sjálfir segja sig úr félaginu með því að tilkynna það aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn getur þó vikið félagsmanni úr félaginu, sbr. 11. gr.
Heimilt er að ákveða á aðalfundi félagsins að aðrir, svo sem stjórnarmenn í félaginu og starfsmenn þess, séu undanþegnir greiðslu árgjalds.
6. gr.
Rétt til þáttöku á æfingum hafa þeir sem greiða æfingagjöld og hafa skrifað undir nýliðasamning. Ætli félagsmaður að hætta að mæta á æfingar skal það tilkynnt til gjaldkera félagsins að lágmarki tveimur vikum fyrir næsta gjalddaga æfingagjalda. Æfingagjöld greiðast eins og ákveðið er á aðalfundi félagsins. Greiðendur æfingagjalda skulu vera undanþegnir greiðslu árgjalds til félagsins.
II. Aðalfundur félagsins
7. Gr.
Aðalstjórn skal skipuð fimm félögum:
· formanni,
· ritara,
· gjaldkera,
· tveimur meðstjórnendum
Segi formaður af sér tekur ritari hans sæti.
Gjaldkeri situr í 2 ár. Leitast skal við að skipta ekki út allri stjórn út í einu til að viðhalda kunnáttu innan stjórnar.
8. gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn í mars ár hvert. Aðalfund skal boða með minnst 2 vikna fyrirvara og mest 4 vikna fyrirvara með rafrænum skilaboðum í gegnum tölvupóst eða í gegnum rafrænan samstarfs vettvang félagsins. Aðalfundur telst lögmætur ef til hans er löglega boðað. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Að auki skal kosið í stjórn félagsins til eins árs í senn. Atkvæðis- og framboðarétt á aðalfundi hafa fullgildir félagsmenn.
Dagskrá fundarins skal vera sem hér segir:
1. Skipan fundarstjóra og fundarritara.
2. Lögmæti aðalfundar staðfest.
3. Lögð fram skrifleg skýrsla aðalstjórnar.
4. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar.
5. Lögð fram fjárhagsáætlun komandi starfsárs.
6. Kjör formanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnenda.
7. Lagabreytingar.
8. Önnur mál.
Lagabreytingar er aðeins hægt að gera á aðalfundi. Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum mála. Til þess að breyta lögum félagsins þarf þó tvo þriðju hluta greiddra atkvæða. Lagabreytinga tillögur skulu berast aðalstjórn minnst einni viku fyrir aðalfund. Enginn getur farið með nema eitt atkvæði á aðalfundi. Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í öllum málum þess.
III. Stjórn félagsins
9. gr.
Aðalstjórn félagsins ber að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Aðalstjórn skipar 3 trúnaðarmenn félagsins sem sitja í siðanefnd sem vinnur samkvæmt siðareglum félagsins. Sitjandi siðanefnd starfar þar til ný nefnd tekur við umboði. Aðalstjórn ber ábyrgð að kynna siðareglur félagsins fyrir öllum félagsmönnum og ef mál berast til siðanefndar ber aðalstjórn ábyrgð að unnið sé úr þeim. Aðalstjórn ræður starfsemi félagsins í aðalatriðum.
10. gr.
Aðalstjórn skipar nefndir til að starfa að tilteknum verkefnum. Starfstímabil nefndanna er fram að næsta aðalfundi félagsins.
Leitast skal við að skipta ekki öllum út í einu til þess að viðhalda kunnáttu.
11. gr.
Siðanefnd einni er heimilt að víkja félagsmönnum úr félaginu, telji hún að framkoma þeirra hafi brotið alvarlega gegn siðareglum. Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. geta þeir sem vikið er úr félaginu ekki öðlast aðild að því aftur nema með samþykki siðanefndar.
12. gr.
Aðalstjórn félagsins skal skylt að boða til almenns félagsfundar ef að lágmarki 20 félagar eða þriðjungur félaga krefjast þess. Fundarboð sé þá með sama hætti og til aðalfundar.
13. gr.
Aðalstjórn félagsins skal funda reglulega og skal halda um þá sérstaka fundargerð og skal fundargerð birt innan tveggja vikna samþykki hennar.
IV. Önnur ákvæði
14. gr.
Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta og renna eignir þess til Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík.
15. gr.
Með þessum lögum eru öll eldri lög félagsins úr gildi fallin.
16. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
1. gr.
Nafn félagsins er Hjólaskautafélagið. Heimili og varnarþing þess er á Sævarhöfða 33, 110 Reykjavík.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að:
● standa fyrir iðkun hjólaskautaats meðal félagsmanna og
● glæða áhuga almennings fyrir hjólaskautaati.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:
● efna til reglulegra íþróttaæfinga,
● halda æfingabúðir,
● skipuleggja viðburði sem kynna hjólaskautaat,
● kappleikja,
● skipuleggja skemmtanir,
● vera í samskiptum við aðrar hjólaskautaatsdeildir í heiminum
og annars er ýtt getur undir iðkun íþróttarinnar.
4. gr.
Undir félaginu munu vera íþróttalið en í þau verður skipað af félagsmönnum sem sýnt hafa fram á fullnægjandi hæfni samkvæmt æfinganefnd, bæði á skautum og í hjólaskautaati.
5. gr.
Allir skráðir iðkendur hjá Hjólaskautafélaginu teljast vera félagsmenn. Hið sama gildir um þá sem sitja í aðalstjórn félagsins eða nefndum. Einnig getur hver sá sem þess óskar orðið félagi í hjólaskautafélaginu gegn greiðslu félags- eða ársgjalda.
Félagsgjöld greiðast eins og ákveðið er á aðalfundi félagsins. Félagsmenn teljast félagsmenn þar til þeir sjálfir segja sig úr félaginu með því að tilkynna það aðalstjórn félagsins. Aðalstjórn getur þó vikið félagsmanni úr félaginu, sbr. 11. gr.
Heimilt er að ákveða á aðalfundi félagsins að aðrir, svo sem stjórnarmenn í félaginu og starfsmenn þess, séu undanþegnir greiðslu árgjalds.
6. gr.
Rétt til þáttöku á æfingum hafa þeir sem greiða æfingagjöld og hafa skrifað undir nýliðasamning. Ætli félagsmaður að hætta að mæta á æfingar skal það tilkynnt til gjaldkera félagsins að lágmarki tveimur vikum fyrir næsta gjalddaga æfingagjalda. Æfingagjöld greiðast eins og ákveðið er á aðalfundi félagsins. Greiðendur æfingagjalda skulu vera undanþegnir greiðslu árgjalds til félagsins.
II. Aðalfundur félagsins
7. Gr.
Aðalstjórn skal skipuð fimm félögum:
· formanni,
· ritara,
· gjaldkera,
· tveimur meðstjórnendum
Segi formaður af sér tekur ritari hans sæti.
Gjaldkeri situr í 2 ár. Leitast skal við að skipta ekki út allri stjórn út í einu til að viðhalda kunnáttu innan stjórnar.
8. gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn í mars ár hvert. Aðalfund skal boða með minnst 2 vikna fyrirvara og mest 4 vikna fyrirvara með rafrænum skilaboðum í gegnum tölvupóst eða í gegnum rafrænan samstarfs vettvang félagsins. Aðalfundur telst lögmætur ef til hans er löglega boðað. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Að auki skal kosið í stjórn félagsins til eins árs í senn. Atkvæðis- og framboðarétt á aðalfundi hafa fullgildir félagsmenn.
Dagskrá fundarins skal vera sem hér segir:
1. Skipan fundarstjóra og fundarritara.
2. Lögmæti aðalfundar staðfest.
3. Lögð fram skrifleg skýrsla aðalstjórnar.
4. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar.
5. Lögð fram fjárhagsáætlun komandi starfsárs.
6. Kjör formanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnenda.
7. Lagabreytingar.
8. Önnur mál.
Lagabreytingar er aðeins hægt að gera á aðalfundi. Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum mála. Til þess að breyta lögum félagsins þarf þó tvo þriðju hluta greiddra atkvæða. Lagabreytinga tillögur skulu berast aðalstjórn minnst einni viku fyrir aðalfund. Enginn getur farið með nema eitt atkvæði á aðalfundi. Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í öllum málum þess.
III. Stjórn félagsins
9. gr.
Aðalstjórn félagsins ber að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Aðalstjórn skipar 3 trúnaðarmenn félagsins sem sitja í siðanefnd sem vinnur samkvæmt siðareglum félagsins. Sitjandi siðanefnd starfar þar til ný nefnd tekur við umboði. Aðalstjórn ber ábyrgð að kynna siðareglur félagsins fyrir öllum félagsmönnum og ef mál berast til siðanefndar ber aðalstjórn ábyrgð að unnið sé úr þeim. Aðalstjórn ræður starfsemi félagsins í aðalatriðum.
10. gr.
Aðalstjórn skipar nefndir til að starfa að tilteknum verkefnum. Starfstímabil nefndanna er fram að næsta aðalfundi félagsins.
Leitast skal við að skipta ekki öllum út í einu til þess að viðhalda kunnáttu.
11. gr.
Siðanefnd einni er heimilt að víkja félagsmönnum úr félaginu, telji hún að framkoma þeirra hafi brotið alvarlega gegn siðareglum. Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. geta þeir sem vikið er úr félaginu ekki öðlast aðild að því aftur nema með samþykki siðanefndar.
12. gr.
Aðalstjórn félagsins skal skylt að boða til almenns félagsfundar ef að lágmarki 20 félagar eða þriðjungur félaga krefjast þess. Fundarboð sé þá með sama hætti og til aðalfundar.
13. gr.
Aðalstjórn félagsins skal funda reglulega og skal halda um þá sérstaka fundargerð og skal fundargerð birt innan tveggja vikna samþykki hennar.
IV. Önnur ákvæði
14. gr.
Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta og renna eignir þess til Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík.
15. gr.
Með þessum lögum eru öll eldri lög félagsins úr gildi fallin.
16. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Samþykkt á aðalfundi 11.03.2023