English below
Siðareglur
Roller Derby Ísland
Siðareglur þessar eiga við um alla sem koma að starfi félagsins þ.m.t. þjálfara, iðkendur, dómara, trúnaðarmenn, stjórnarmeðlimi og starfsmenn/sjálfboðaliða sem gegna ábyrgðarhlutverki á æfingum, í leikjum, ferðum og öðrum uppákomum á vegum þess. Allir þeir sem eru greiðandi meðlimir í félagi hjá Roller Derby Ísland þurfa að skrifa undir þessar siðareglur til að verða gildir meðlimir félagsins. Starfsmönnum/sjálfboðaliðum, sem ekki eru greiðandi meðlimir, skal vera vísað á reglurnar og þær hafðar að leiðarljósi í starfi þeirra fyrir félagið.
Hlutverk siðareglna Roller Derby Ísland eru:
Siðareglurnar eru ekki tæmandi, heldur leiðbeinandi og hvetjandi en er ætlað að taka á þeim málum/hegðun/álitamálum sem kunna að koma upp innan félagsins. Aðhaldið felst í almennu viðhorfi til boðskapar reglnanna. Þær þarf að kynna öllum hlutaðeigandi. Hér er einnig að finna viðmiðunarreglur fyrir siðanefnd til að taka á þeim málum sem koma upp við brot á siðareglum. Aðalstjórn skipar þrjá trúnaðarmenn sem sitja í siðanefnd sem vinnur samkvæmt siðareglum þessum. Sitjandi siðanefnd starfar þar til ný nefnd tekur við umboði.
Roller Derby Ísland er rekið eins og fyrirtæki og allar upplýsingar innan þess eru bundnar trúnaði. Á það jafnt við um stjórn, trúnaðarmenn og aðra meðlimi. Félagar eiga að reka fyrirtækið heiðarlega, gegnsætt, án hlutdrægni og af heilindum. Þegar félagar í Roller Derby Ísland koma fram á vegum félagsins skal hegðun þeirra vera til fyrirmyndar og félaginu til framdráttar. Siðanefnd RDÍ er heimilt að kalla félagsmenn fyrir telji hún þess þörf.
Brot á siðareglum:
Hver sem telur að siðareglur þessar hafi verið brotnar getur vísað málinu til stjórnar Roller Derby Íslands eða talað við trúnaðarmenn/siðanefnd félagsins og þeir vísað málinu áfram. Brot á siðareglum geta varðað brottrekstur úr félaginu.
Félagsmaður (iðkandi)
Þjálfari:
Stjórnarmaður/dómari/brautarteymi/starfsmaður:
Viðmiðunarreglur fyrir siðanefnd varðandi brot á siðareglum:
Hlutverk siðareglna Roller Derby Ísland eru:
- að veita þeim sem koma að íþróttinni almennar leiðbeiningar og vera þeim hvatning í starfi. Þeim er ætlað að stuðla að þeim jákvæða anda sem gert er ráð fyrir að ríki innan félagsins og þurfa því að njóta almenns stuðnings meðal félagsmanna.
- að tákna það sem RDÍ stendur fyrir, sem er uppbyggilegt og jákvætt íþróttastarf.
Siðareglurnar eru ekki tæmandi, heldur leiðbeinandi og hvetjandi en er ætlað að taka á þeim málum/hegðun/álitamálum sem kunna að koma upp innan félagsins. Aðhaldið felst í almennu viðhorfi til boðskapar reglnanna. Þær þarf að kynna öllum hlutaðeigandi. Hér er einnig að finna viðmiðunarreglur fyrir siðanefnd til að taka á þeim málum sem koma upp við brot á siðareglum. Aðalstjórn skipar þrjá trúnaðarmenn sem sitja í siðanefnd sem vinnur samkvæmt siðareglum þessum. Sitjandi siðanefnd starfar þar til ný nefnd tekur við umboði.
Roller Derby Ísland er rekið eins og fyrirtæki og allar upplýsingar innan þess eru bundnar trúnaði. Á það jafnt við um stjórn, trúnaðarmenn og aðra meðlimi. Félagar eiga að reka fyrirtækið heiðarlega, gegnsætt, án hlutdrægni og af heilindum. Þegar félagar í Roller Derby Ísland koma fram á vegum félagsins skal hegðun þeirra vera til fyrirmyndar og félaginu til framdráttar. Siðanefnd RDÍ er heimilt að kalla félagsmenn fyrir telji hún þess þörf.
Brot á siðareglum:
Hver sem telur að siðareglur þessar hafi verið brotnar getur vísað málinu til stjórnar Roller Derby Íslands eða talað við trúnaðarmenn/siðanefnd félagsins og þeir vísað málinu áfram. Brot á siðareglum geta varðað brottrekstur úr félaginu.
Félagsmaður (iðkandi)
- Ég mun ávallt gera mitt besta, hvort sem það á við um mætingu, samskipti, nefndarstörf eða annað tengt félagsaðild minni í RDÍ.
- Ég mun ávallt virða venjur og reglur er varða heilindi og heiðarleika í íþróttum.
- Ég mun ávallt koma fram við aðra iðkendur sem jafningja, óháð hæfileikum þeirra, getu eða nokkrum utanaðkomandi þáttum.
- Ég mun ávallt sýna öðrum virðingu, óháð aðstæðum.
- Ég mun ávallt virða ákvarðanir dómara, þjálfara og annara starfsmanna í leikjum og viðburðum á vegum félagsins.
- Ég mun ávallt halda uppi heiðarlegum, jákvæðum og opinskáum samskiptum við þjálfara og aðra sem styðja mig.
- Ég skil að mér ber að taka höfuðábyrgð á eigin framförum og þroska.
- Ég skil og ber virðingu fyrir því að fólk tekur framförum á mismunandi hátt og mismunandi hraða.
- Ég skil að ég er fyrirmynd annarra iðkenda.
- Ég samþykki einungis og sýni af mér uppbyggjandi og jákvæða framkomu við aðra, hvort sem er innan eða utan vallar.
- Ég skil að ég ber ábyrgð á eigin heilsu. Ég mun ávallt hafa heilbrigði að leiðarljósi og forðast að taka óþarfa áhættu varðandi eigin heilsu.
- Ég mun iðka íþróttina mína án nokkurra árangursbætandi lyfja eða ólöglegra efna.
- Ég mun ávallt hafa stundvísi að leiðarljósi í nálgun minni að æfingum, keppnum eða öðrum íþróttatengdum viðburðum.
Þjálfari:
- Við munum ávallt koma fram við alla iðkendur af heiðarleika og virðingu.
- Við gerum ekki upp á milli iðkenda.
- Við munum sjá til þess að iðkendur skilji að þeir beri ábyrgð á eigin hegðun og mun ávallt ýta undir jákvæða og uppbyggilega framkomu.
- Við munum ávallt sjá til þess að þjálfun og keppni sé við hæfi iðkanda, með tilliti til aldurs, reynslu og hæfileika viðkomandi.
- Við munum ávallt halda uppi heiðarleika innan íþróttarinnar.
- Við munum ávallt viðurkenna og virða ákvarðanir dómara.
- Við munum leita eftir áliti og skoðunum iðkanda í málum sem tengjast viðkomandi.
- Við munum sjá til þess að iðkendur skilji að þeir beri ábyrgð á eigin framförum og árangri í íþróttinni.
- Við munum ávallt setja heilsu og heilbrigði iðkanda framar öllu öðru og viðhalda öruggu umhverfi í íþróttaiðkun þeirra.
- Við munum ávallt veita slösuðum iðkendum athygli, umhyggju og hughreystingu.
- Við munum ávallt vinna í jákvæðu samstarfi við aðra þjálfara.
- Við viðurkennum rétt iðkenda til að leita ráða hjá öðrum þjálfurum.
- Við skiljum að við berum ábyrgð á að byggja iðkendur upp, bæði líkamlega og andlega og munum ávallt viðhafa jákvæða og uppbyggilega gagnrýni í þeirra garð.
- Við skiljum að við erum fyrirmyndir bæði innan og utan vallar.
- Við munum beita okkur í forvörnum gegn neyslu árangursbætandi lyfja og ólöglegra efna.
Stjórnarmaður/dómari/brautarteymi/starfsmaður:
- Við munum ávallt standa vörð um anda og gildi félagsins og hvetja aðra félagsmenn til að gera hið sama.
- Við munum ávallt koma fram við alla félagsmenn sem jafningja.
- Við munum ávallt hafa lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri.
- Við munum ávallt leitast við að halda félagsmönnum vel upplýstum og að þeir geti tekið beinan eða óbeinan þátt í ákvarðanatöku eftir aðstæðum.
- Við munum ávallt vera til fyrirmyndar hvað varðar hegðun og framkomu, bæði innan félags og utan.
- Við munum ávallt taka ábyrgð okkar alvarlega gagnvart félaginu og iðkendum þess.
- Við munum ávallt leitast við að stuðla að uppbyggilegu starfi innan félagsins.
- Við munum ávallt viðhafa löglegar og ábyrgar aðferðir í rekstri félagsins.
Viðmiðunarreglur fyrir siðanefnd varðandi brot á siðareglum:
- Teljist félagsmaður hafa gerst brotlegur við siðareglur, skal það tilkynnt til siðanefndar.
- Siðanefnd metur hvert tilvik og veitir áminningu, teljist þess þörf, eftir alvarleika brots.
- Siðanefnd heldur skrá yfir fjölda áminninga fyrir agabrot.
- Áminningar fyrnast á einu ári og falla þá út af agabrotaskrá.
- Gerist félagsmaður brotlegur í annað sinn, fer viðkomandi sjálfkrafa og samstundis í leikbann (frá leikjum sem og æfingaleikjum). Siðanefnd tekur ákvörðun um hvort og hvenær leikbanni er aflétt.
- Ítrekuð hegðunarbrot geta varðað tímabundna eða varanlega brottvísun úr félaginu.
- Við mjög gróft agabrot getur félagsmanni verið vísað fyrirvaralaust úr félaginu.
Codes of Conduct
In process