VIÐ ERUM HJÓLASKAUTAFÉLAGIÐ
Saga hjólaskautaats (e. roller derby) á Íslandi á sér upphaf þegar Guðný Jónsdóttir kynntist íþróttinni í Bandaríkjunum þar sem hún æfði með Atlanta Roller Girls og varð þar til derby-sjálf hennar, Ice Sickle. Þegar sá fyrir heimför kviknaði sá draumur að taka íþróttina upp hér á Íslandi svo Ice þyrfti ekki að leggja skautana sem hún hafði tekið ástfóstri við á hilluna, enda íþróttin nánast með öllu óþekkt hér á landi á þeim tíma. Kallaði Ice því saman hóp áhugasamra kvenna sem hóf þá vinnu að koma upp íslenskri hjólaskautaatsdeild og var stofnfundur Hjólaskautafélagsins, sem þá hét Roller Derby Ísland, haldinn í sumarlok árið 2011 en spennan var svo mikil að fyrsta æfing var haldin strax næsta dag.
Starfið fór hægt af stað, enda hvergi hægt að nálgast almennilega skauta og hlífar hér á landi. Ekki var heldur hlaupið að því að finna hér góða æfingaaðstöðu þar sem fullkomið reynsluleysi olli áhyggjum innan íþróttafélaga um áhrif búnaðarins á gólfin. Fyrst um sinn æfðu því sumar liðskonur á línuskautum og flakkaði hópurinn á milli bílakjallara, GoKart hallar og ýmissa misheppilegra sala á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Félagskonur æfðu skautafærni undir leiðsögn félaga sinna erlendis yfir internetið, lásu sér til um reglur og framgang leiksins og sóttu ráðstefnur, æfingabúðir og mót út fyrir landsteinana.
Þegar nokkrar reyndar derby-konur snéru aftur að utan árið 2013 má segja að hjólin hafi farið að rúlla af alvöru og þjálfunin orðin töluvert markvissari. Æfingabúðir með þekktum, erlendum gestaþjálfurum urðu fastur liður í vetrarstarfinu og þreytt voru lágmarkshæfnipróf (e. minimum skills) sem gerði skautara keppnisfæra. Árið 2014 var ferðaliðið Ragnarök stofnað og haldið var til Finnlands þar sem fyrstu tveir útileikirnir voru spilaðir og síðar sama ár fyrsti heimaleikurinn gegn gestaliði frá Frakklandi.
Árin sem fylgdu safnaði liðið fleiri heimaleikjum í reynslubankann og haustið 2016 var stofnað landslið Íslands fyrir Evrópumótið í Belgíu. Liðið samanstóð aðallega af liðskonum Ragnaraka, en einnig nokkrum sem æfa með erlendum liðum úti í heimi. Á Evrópumótinu voru spilaðir fjórir leikir á einni helgi og kom liðið heim með ómetanlega reynslu og metnað fyrir komandi tímum. Heimaleikir urðu í kjölfarið tíðari, farið var að halda þríhöfða-mót og landsliðið tók svo þátt í heimsmeistarakeppninni í Englandi árið 2018, þar sem aftur voruspilaðir fjórir leikir en í þetta sinn náðist okkar fyrsti landsliðssigur gegn Kosta Ríka.
Árið 2018 varð hjólaskautaat loks viðurkennd íþrótt af Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) eftir nokkuð tímafrekt umsóknarferli þar sem íþróttin fékk meðal annars íslenskt nafn. Þar með fékk RDÍ sömuleiðis inngöngu í Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) undir nafninu Hjólaskautafélagið. Síðar sama ár, fékk deildin svokallaða „apprentice“ stöðu innan hinna alþjóðlegu félagasamtaka Women’s Flat Track Derby Association (WFTDA) en fagnaði þeim merka áfanga að vera orðinn fullgildur meðlimur snemma árs 2019.
Síðla árs 2020 varð svo annar stór draumur að veruleika þegar félagið gerði samning við Reykjavíkurborg um afnot af gömlu verkstæði uppi á Höfða. Þetta var í fyrsta sinn sem félaginu bauðst að vera með sitt eigið húsnæði og hófst þá mikil vinna og fjáröflun til að koma verkstæðinu í stand sem æfinga- og félagshúsnæði. Þetta tókst og úr varð Hjólaskautahöllin okkar á Sævarhöfða 33 þar sem við æfum og höldum viðburði, m.a. opið skautagólf fyrir almenning á laugardögum.
Við höfum vaxið ört á síðustu árum og erum ekki nærri því hætt. Þetta er íþróttin okkar og við elskum hana.
Starfið fór hægt af stað, enda hvergi hægt að nálgast almennilega skauta og hlífar hér á landi. Ekki var heldur hlaupið að því að finna hér góða æfingaaðstöðu þar sem fullkomið reynsluleysi olli áhyggjum innan íþróttafélaga um áhrif búnaðarins á gólfin. Fyrst um sinn æfðu því sumar liðskonur á línuskautum og flakkaði hópurinn á milli bílakjallara, GoKart hallar og ýmissa misheppilegra sala á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Félagskonur æfðu skautafærni undir leiðsögn félaga sinna erlendis yfir internetið, lásu sér til um reglur og framgang leiksins og sóttu ráðstefnur, æfingabúðir og mót út fyrir landsteinana.
Þegar nokkrar reyndar derby-konur snéru aftur að utan árið 2013 má segja að hjólin hafi farið að rúlla af alvöru og þjálfunin orðin töluvert markvissari. Æfingabúðir með þekktum, erlendum gestaþjálfurum urðu fastur liður í vetrarstarfinu og þreytt voru lágmarkshæfnipróf (e. minimum skills) sem gerði skautara keppnisfæra. Árið 2014 var ferðaliðið Ragnarök stofnað og haldið var til Finnlands þar sem fyrstu tveir útileikirnir voru spilaðir og síðar sama ár fyrsti heimaleikurinn gegn gestaliði frá Frakklandi.
Árin sem fylgdu safnaði liðið fleiri heimaleikjum í reynslubankann og haustið 2016 var stofnað landslið Íslands fyrir Evrópumótið í Belgíu. Liðið samanstóð aðallega af liðskonum Ragnaraka, en einnig nokkrum sem æfa með erlendum liðum úti í heimi. Á Evrópumótinu voru spilaðir fjórir leikir á einni helgi og kom liðið heim með ómetanlega reynslu og metnað fyrir komandi tímum. Heimaleikir urðu í kjölfarið tíðari, farið var að halda þríhöfða-mót og landsliðið tók svo þátt í heimsmeistarakeppninni í Englandi árið 2018, þar sem aftur voruspilaðir fjórir leikir en í þetta sinn náðist okkar fyrsti landsliðssigur gegn Kosta Ríka.
Árið 2018 varð hjólaskautaat loks viðurkennd íþrótt af Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) eftir nokkuð tímafrekt umsóknarferli þar sem íþróttin fékk meðal annars íslenskt nafn. Þar með fékk RDÍ sömuleiðis inngöngu í Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) undir nafninu Hjólaskautafélagið. Síðar sama ár, fékk deildin svokallaða „apprentice“ stöðu innan hinna alþjóðlegu félagasamtaka Women’s Flat Track Derby Association (WFTDA) en fagnaði þeim merka áfanga að vera orðinn fullgildur meðlimur snemma árs 2019.
Síðla árs 2020 varð svo annar stór draumur að veruleika þegar félagið gerði samning við Reykjavíkurborg um afnot af gömlu verkstæði uppi á Höfða. Þetta var í fyrsta sinn sem félaginu bauðst að vera með sitt eigið húsnæði og hófst þá mikil vinna og fjáröflun til að koma verkstæðinu í stand sem æfinga- og félagshúsnæði. Þetta tókst og úr varð Hjólaskautahöllin okkar á Sævarhöfða 33 þar sem við æfum og höldum viðburði, m.a. opið skautagólf fyrir almenning á laugardögum.
Við höfum vaxið ört á síðustu árum og erum ekki nærri því hætt. Þetta er íþróttin okkar og við elskum hana.
Photos: Richard LaFortune
ENGLISH: WE ARE ROLLER DERBY ICELAND
Roller Derby Iceland is the first and so far the only roller derby league in Iceland. It all began in 2011 and we’ve come a long way since then.
The sport was altogether unknown on this little island for the longest time. It wasn’t until the film Whip It came out in 2009 that more than a few people heard of it. However a handful of Icelandic women living abroad had come into contact with it and were struck hard by the virus that is Roller Derby.
Two years later, one of these women would move back to Iceland. To ensure that her beloved sport would follow her, she started a Facebook group in hopes of finding women who would be interested in starting a league of their own.
Many were interested, but setting up a league for a sport that was altogether unknown in this tiny island was quite the challenge. First of all there were no roller skates in the country. Inliners sure, but no quads. The girls had to order them from across the ocean, and shipping them over wasn’t cheap either. But as most of you know they had contracted the virus and didn’t let that stop them.
With skates and gear ordered up there was the thing about finding a place to practice. Many phone call were made and even more e-mails sent, but not a single gymnasium would let us in. They feared the skates would damage the floors, even though they were told time and time again that it wouldn’t happen. They did not wish to risk their precious floors.
Kicked to the curb they had to find a place where they could meet and teach each other to skate (mind you many of them hadn’t been on skates since they were kids). For the time being a parking garage would do. There they met twice a week and tried to get balance on the skates and learn how to do crossovers. Those evenings laughter and general cheerfulness filled the parking garage, along with the occasional shouting of the words “Incoming!” and “CAR!” to warn their fellow skaters.
In January 2012 we contacted a Reykjavík based GoCart hall who were more than happy to open their doors to a bunch of roller skating girls. The hall they had however was just a large warehouse with a concrete floor and no heating. Thank the gods for Icelandic wool sweaters!
A year later we were finally given a chance to try out a gymnasium and after being able to prove there that the skates do not ruin the floors all doors have been open to us! Since then we have moved from sports hall to sports hall looking for a place that is willing to give us precedence over oldboy-soccer practices.
We have struggled to get Roller Derby acknowledged as an actual sport and we have struggled to recruit people. However in 2014 we were able to put together our travel team Ragnarök, which went to Finland that same year and the players finally got to experience what a real Roller Derby bout is all about and they all loved it.
In 2016 we were able to have try-outs for a national roller derby team for Iceland, Team Iceland, which has now competed in two international tournaments, including the Roller Derby World Cup in 2018.
In 2018 we became a member of the Icelandic Sports Association and a WFTDA apprentice league and in February 2019 our league became a full WFTDA member. The Icelandic people are becoming a little bit more aware of this sport and the league continues to grow.
Late 2020 another dream came true when RDI made a contract with the City of Reykjavík over the use of an old factory building. This was the first time the league got the chance to run its' own space and with a lot of work and fundraising it became a roller rink - Hjólaskautahöllin. Now we are proud to call it our practice and event space and every Saturday we invite the public to come and skate with us.
We have come a long way in the past few years and we are not even close to slowing down. This is our sport and we love it.
The sport was altogether unknown on this little island for the longest time. It wasn’t until the film Whip It came out in 2009 that more than a few people heard of it. However a handful of Icelandic women living abroad had come into contact with it and were struck hard by the virus that is Roller Derby.
Two years later, one of these women would move back to Iceland. To ensure that her beloved sport would follow her, she started a Facebook group in hopes of finding women who would be interested in starting a league of their own.
Many were interested, but setting up a league for a sport that was altogether unknown in this tiny island was quite the challenge. First of all there were no roller skates in the country. Inliners sure, but no quads. The girls had to order them from across the ocean, and shipping them over wasn’t cheap either. But as most of you know they had contracted the virus and didn’t let that stop them.
With skates and gear ordered up there was the thing about finding a place to practice. Many phone call were made and even more e-mails sent, but not a single gymnasium would let us in. They feared the skates would damage the floors, even though they were told time and time again that it wouldn’t happen. They did not wish to risk their precious floors.
Kicked to the curb they had to find a place where they could meet and teach each other to skate (mind you many of them hadn’t been on skates since they were kids). For the time being a parking garage would do. There they met twice a week and tried to get balance on the skates and learn how to do crossovers. Those evenings laughter and general cheerfulness filled the parking garage, along with the occasional shouting of the words “Incoming!” and “CAR!” to warn their fellow skaters.
In January 2012 we contacted a Reykjavík based GoCart hall who were more than happy to open their doors to a bunch of roller skating girls. The hall they had however was just a large warehouse with a concrete floor and no heating. Thank the gods for Icelandic wool sweaters!
A year later we were finally given a chance to try out a gymnasium and after being able to prove there that the skates do not ruin the floors all doors have been open to us! Since then we have moved from sports hall to sports hall looking for a place that is willing to give us precedence over oldboy-soccer practices.
We have struggled to get Roller Derby acknowledged as an actual sport and we have struggled to recruit people. However in 2014 we were able to put together our travel team Ragnarök, which went to Finland that same year and the players finally got to experience what a real Roller Derby bout is all about and they all loved it.
In 2016 we were able to have try-outs for a national roller derby team for Iceland, Team Iceland, which has now competed in two international tournaments, including the Roller Derby World Cup in 2018.
In 2018 we became a member of the Icelandic Sports Association and a WFTDA apprentice league and in February 2019 our league became a full WFTDA member. The Icelandic people are becoming a little bit more aware of this sport and the league continues to grow.
Late 2020 another dream came true when RDI made a contract with the City of Reykjavík over the use of an old factory building. This was the first time the league got the chance to run its' own space and with a lot of work and fundraising it became a roller rink - Hjólaskautahöllin. Now we are proud to call it our practice and event space and every Saturday we invite the public to come and skate with us.
We have come a long way in the past few years and we are not even close to slowing down. This is our sport and we love it.